BokVik_7Lyg761x260.png

Bók vikunnar á Bylgjunni er spennusagan Sjö lygar eftir Elisabeth Kay

ÞETTA BYRJAÐI ALLT MEÐ EINNI, SAKLAUSRI LYGI

Jane og Maria hafa verið óaðskiljanlegar síðan þær voru ellefu ára. Þær eiga margt sameiginlegt og upp úr tvítugu urðu þær báðar ástfangnar og giftust myndarlegum, ungum mönnum.

Jane kunni hins vegar aldrei við manninn hennar Mariu. Hann var svo hávær og plássfrekur, svo fullur af lífi. Sem virðist auðvitað frekar kaldhæðnislegt núna.

Ef Jane hefði verið hreinskilin – ef hún hefði ekki logið – væri eiginmaður bestu vinkonu hennar kannski enn á lífi … Þetta er tækifæri Jane til að segja sannleikann. Spurningin er bara hvort við trúum henni.Um höfundinn

Elisabeth Kay starfar sem ritstjóri hjá Penguin Random House, þrátt fyrir ungan aldur. Hún býr í London og meðfram starfi sínu hefur hún náð að sinna ástríðu sinni fyrir eigin skrifum. Sjö lygar er fyrsta bók hennar og það er óhætt að fulyrða að það hafi verið slegist um handritið að Sjö lygum. Dómarnir eru enda allir á einn veg; „Stórkostleg fyrsta bók“, „Vægðarlaus og ógnvekjandi“ og Cosmopolitan segir „Hnífskörp, frumleg og tælandi“.

Fylgist vel með hér á Bylgjunni því Ívar og Sigga munu gefa heppnum hlustendum eintak af bókinniDagskráin í dag

An exception occurred: Extension functions cannot return null values.

Fylgstu með okkur